Vorum að fá í sölu þennan fallega byggingarkjarna í Villamartin.
Þessar íbúðir eru mjög vel hannaðar, nútímalegar og bjartar með tveimur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, flottum sameiginlegum sundlaugagarði.
Heimilistæki, hiti í gólfi á baði, tengi fyrir loftræstingu og stæði í bílakjallara fylgir með.
- Frábært verð og góðir útleigu möguleikar -
Uppfært í janúar 2021
Verð og hvað er laust
Í blokk 1 sem er klár til afhendingar eru eftir
Íbúð á jarðhæð með verönd (garði). Íbúðin er 87 fm, lóðin er 53,47 fm og veröndin er 37 fm hér eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi.
2 Penthouse íbúðir eru eftir í blokk 1 þær eru 86 og 90 fm með um 30 fm svölum og 65 til 70 fm þaksvölum. Verð á þeim er 230.000 og 245.000 fyrir stærri íbúðina.
Í blokk 2 sem er tilbúin í lok árs 2021
Er mikið eftir af íbúðum enda nýlega komið í sölu.
Verð á íbúð með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum er frá 153.000 evrum fyrir íbúðir á annarri og þriðju hæð
Íbúðir á jarðhæð og efstu hæð eru frá 209.000 uppí 249.000
Tvær penthouse íbúðir eru eftir og er verðið 227.000
Þú getur pantað nánari upplýsingar hér
Íbúðirnar eru frábærlega staðsettar fyrir golfara, eru í göngufæri frá Villamartin golfvellinum.
Villamartin plaza er í göngufæri, þar er mikið úrval veitingastaða.
Stutt í þrjá af vinsælustu golfvöllunum á svæðinu.
45 mín frá Alicante flugvelli.
Kort af svæðinu hér.
Video