Villacosta Club er nýr íbúðakjarni í Villamartin/Torrevieja.
Íbúðirnar eru vandaðar og skemmtilega hannaðar, stórar svalir einkenna þær og gefa þeim penthouse yfirbragð.
Íbúðirnar eru með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Það getur verið möguleiki á að hafa þrjú svefnherbergi.
Tengi fyrir loftræstingu, hiti er í gólfi á baðherbergjum og stæði í bílageymslu ásamt geymslu fylgja. Lyfta er frá bílakjallara.
Mikið er lagt í garðinn og verða þar falleg pálmatré, stór sundlaug, heitur pottur og líkamsrækt.
Með þessari eign sem er á efstu hæð fylgja 23 fm svalir og 93 fm þaksvalir.
Möguleiki að fá íbúðirnar fullbúnar húsgögnum og húsbúnaði gegn aukagjaldi.
Við erum með sérstakt aukatilboð varðandi það, hafðu endilega samband ef þú vilt vita meira.
Villacosta Club íbúðakjarninn er frábærlega staðsettur.
Matvöruverslun við hliðina á kjarnanum.
La Fuente í 5 mín göngufæri, þar eru m.a veitingastaðir, verslanir og banki.
La Zenia verslunarmiðstöðin er í ca. 5 mín akstursfjarlægð.
Alicante flugvöllurinn er í ca. 45 mín akstursfjarlægð.
Fyrir þá sem elska að vera í golfi þá er stutt á Las ramblas, Campoamor og Villamartin golfvellina.
Tilbúið í desember 2020
Verð:
Fyrsta hæð frá €178,500
Önnur hæð frá €180,000
Penthouse frá €245,000
Fríar skoðunarferðir
Þegar þú vilt kaupa fasteign á Spáni er nauðsynlegt að vera búinn að skoða vel hvað er í boði og vera viss um að eignin sem keypt er henti þér vel.
Þess vegna bjóðum við á Sumareignir.is og Eignalind upp á 5 daga skoðunarferð sem innifelur beint flug ásamt gistingu.
Skoðunarferðin verður endurgreitt að fullu ef af kaupum verður.
Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um skoðunarferð.