×
ic icon flag

Um okkur

Um okkur:

Eignalind fasteignasala er íslensk fasteignasala með fasteignir til sölu á Íslandi og á Costa Blanca svæðinu á Spáni. 

Við höfum aðstoðað mikinn fjölda Íslendinga við kaup á fasteignum á Spáni. 

Við erum með tvær vefsíður um fasteignir til sölu á Spáni. 

Vefsíðan Spainhomes.net (sem er á ensku og dönsku) og Sumareignir.is er íslenski hluti síðunnar.

Á Sumareignir.is eru bæði nýjar fasteignir og endursölu fasteignir frá fasteignasölum og byggingarverktökum sem við vinnum með á Costa Blanca svæðinu hér bætast við nokkrar eignir á hverjum degi frá okkar samstarfsaðilum en við náum ekki alltaf að þýða alla texta yfir á íslensku samdægurs og því oft betra að skoða enska textan til að sjá alla lýsingu eignarinnar. 

Síðan er það Eignalind.is þar eru eignir sem við setjum sjálf inná vefinn á Íslensku og eru þá meira eignir sem við þekkjum 100% og sjáum sjálf um allt ferlið fyrir okkar viðskiptavini.

Við sem störfum hér á Eignalind höfum áratuga reynslu af sölu fasteigna bæði á Íslandi og Spáni og erum með lögfræðinga á Spáni sem fylgja okkar viðskiptavinum í gegnum allt ferlið og sjá um að allt sé eins og það á að vera við kaupferlið, kaupsamning, afsal og afhendingu eigna, sjá um að allt sé rétt gert og fara vel yfir öll gögn, sjá um bankaábyrgðir, útvega spænska kennitölu, sjá um erfðamál og halda utan um alla okkar viðskiptavini með allt sem snýr að því að eiga fasteign á Spáni. 

Við störfum einnig þétt saman með nokkrum traustum fasteignasölum á svæðinu, sérstaklega þá með eldri eignir.

Sigurður Oddur Sigurðsson, er með hátt í 20 ára reynslu í sölu fasteigna og er löggiltur fasteignasali með alla þá þekkingu sem þarf til að selja fasteignir á Spáni. 

Ágústa Guðrún Ásbjörnsdóttir hefur búið erlendis á annan áratug, hún er einnig menntaður hjúkrunarfræðingur sem oft hefur komið sér vel fyrir okkar viðskiptavini. 

Erlendur Davíðsson hefur starfað við fasteignasölu í yfir 30 ár og hefur séð um skjalafrágang fyrir nokkur þúsund Íslendinga í gegnum árin. 

Að halda það að ekki þurfi löggiltan fasteignasala til að hjálpa kaupendum með allt ferlið við kaup og sölu fasteigna er að okkar mati alls ekki rétt og hvað þá í öðru landi. Við fáum því miður ansi mörg símtöl í hverjum mánuði frá Íslendingum sem hafa keypt eignir á Spáni af einhverjum með enga menntun og litla þekkingu vegna vandamála við kaupferlið, þá er jafnvel sá sem seldi þeim eignina hættur að svara símanum.  

Markmið okkar er að kaupferlið að draumaíbúðinni á Spáni verði eins áhyggjulaust og auðvelt og mögulega er hægt. Enda höfum við selt ótal eignir á Spáni og ekki enn lent í neinum vandræðum. 

Við munum reyna allt sem í okkar valdi stendur til að mæta öllum ykkar þörfum þannig að þið verðið hamingjusöm og ánægð í nýja draumaeigninni ykkar á Spáni. Ekki taka óþarfa áhættu, það er of mikið í húfi. 

Við erum með góð sambönd við flesta byggingarverktaka á svæðinu og vinnum einnig með nokkrum traustum fasteignasölum sem við höfum unnið með lengi og vitum að við getum treyst fyrir okkar viðskiptavinum.

Ef einhverjar spurningar þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 6168880 eða sos@eignalind.is

!nuestro_equipo

Agusta & Siggi  - Spain Homes

Agusta & Siggi

  • dk icon
  • en icon
  • ic icon
Cookie icon

Utilizamos cookies propias y de terceros para realizar análisis de uso y de medición de nuestra web para mejorar nuestros servicios. Si continua navegando, consideramos que acepta su uso. Para obtener más información aquí.