Var að koma í sölu glæsileg eign í Finestrat (Benidorm svæðinu).
Þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, fallegt útsýni frá risastórum svölum. Glæsileg aðstaða þar sem m.a er stór sundlaugagarður, upphituð innisundlaug, gufubað, paddlevöllur, líkamsrækt og fleira.
Lýsing:
Komið inní rúmgóða forstofu með flísum á gólfi, fataskápur. Þrjú rúmgóð svefnherbergi öll með skápum, baðherbergi innaf hjónaherberginu. Stofa og eldhús eru í opnu rými, mikið skápapláss í eldhúsi og góð tæki.
Svalirnar eru mjög stórar og þaðan er glæsilegt útsýni m.a yfir hina fallegu Benidorm borg með öllum sínum skýjagljúfrum.
Stæði í bílageymslu og geymsla í bílakjallara.
Stutt er í stóra verslunarmiðstöð og fleiri verslanir.
Svæðið er vaktað og er vörður við hliðið allan sólarhringinn.
Nokkrir golfvellir í innan við 10 mín keyrslu frá íbúðinni.
Video af kjarnanum og íbúðum frá því þær voru nýjar. Skoða hér.
Pantaðu upplýsingar hér.
Smelltu hér til að skoða yfir 200 penthouse íbúðir á Costa blanca suður svæðinu á verði frá 114.000 evrum.
Í Leitarvél eru flestar eignir settar undir Orihuela og Orihuela costa þó að þær séu í Villamartin, Punta prima La Zenia, Los dolses og öllum þessum vinsælustu svæðum. Best að skoða kort neðst á síðu eignarinnar til að átta sig á staðsetningu.
Skoða allt um kaupferlið hér.
Við getum aðstoða með að sækja um allt að 70% lán.